Notkun hávaðavarnar (ANC)
Hávaðavörnin (ANC) dregur úr bakgrunnshljóðum þannig að hægt er að hlusta á tónlist
í hávaðasömu umhverfi. Þar sem hægt er að hlusta á tónlist á lægri hljóðstyrk hjálpar
hávaðavörnin við að vernda heyrn þína.
Kveikt eða slökkt á hávaðavörn
Rofi fyrir hávaðavörn.
Hægt er að kveikja á hávaðavörn þó svo að slökkt sé á höfuðtólinu, og þannig nota það
til að draga úr bakgrunnshljóðum (t.d. um borð í flugvélum).
Ábending: Gakktu úr skugga um að slökkt sé á hávaðavörninni þegar höfuðtólið er ekki
í notkun til að spara rafhlöðuna.